Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 03. janúar 2021 15:10
Ívan Guðjón Baldursson
Gerrard: Erum bara með 10 stiga forystu
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard hefur gert frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Rangers í sínu fyrsta stjórastarfi eftir að ferlinum innan vallar lauk.

Rangers er á góðri leið með að vinna Skotlandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í áratug eftir 1-0 sigur í fjandslagnum gegn Celtic í gær.

Staðan var markalaus þar til í síðari hálfleik þegar leikmenn Celtic töpuðu í raun fyrir sjálfum sér. Fyrst fékk Nir Bitton beint rautt spjald og svo setti Callum McGregor knöttinn í eigið net.

Rangers vann leikinn án þess að eiga skot á markrammann og er liðið með 19 stiga forystu, en Celtic á þrjá leiki til góða.

„Við erum bara með 10 stiga forystu, það getur margt gerst á seinni hluta tímabilsins," sagði Gerrard. „Við áttum okkur á látunum í kringum okkur en það er partur af mínu starfi að vernda leikmenn frá utanaðkomandi áhrifum.

„Við megum ekki hugsa um titilinn. Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner