Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. janúar 2021 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola kemur Mendy til varnar
Bernard Mendy.,
Bernard Mendy.,
Mynd: Getty Images
Benjamin Mendy, vinstri bakvörður Manchester City, hélt veislu heima hjá sér á gamlárskvöld og braut reglur um samkomubann á Englandi með því. Það eru mjög strangar reglur í Bretlandi vegna þess hve mikil útbreiðslan hefur verið á kórónuveirunni þar í landi.

Sjá einnig:
Benjamin Mendy hélt gamlárspartý

Pep Guardiola, stjóri Man City, segir að enginn af gestum Mendy hafi verið með veiruna og fólk sé fljótt að dæma hann. Spænski knattspyrnustjórinn sagði jafnframt að Mendy hafi viðurkennt mistök sín.

„Hann bauð tveimur eða þremur aðilum til sín á gamlárskvöld. Ekkert þeirra var með veiruna, en þau fóru heim til hans. Ég er viss um að margir hafi boðið fimm eða sex einstaklingum heim til sín á gamlárskvöld," sagði Guardiola eftir sigurinn á Chelsea í kvöld.

„Í samfélaginu erum við vön að dæma hvort annað, það væri betra ef við dæmum okkur sjálf. Ég er viss um að Benjamin bæti sig og verði varkárari næst."

Fram kom í grein Guardian að Mendy hefði boðið þremur einstaklingum sem dvelja ekki á heimili hans, til sín á gamlárskvöld. Í Manchester, þar sem útbreiðsla veirunnar er mikil, er bannað að hitta einstaklinga, sem dvelja ekki á heimili þínu, innandyra.
Athugasemdir
banner
banner