sun 03. janúar 2021 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland og Sancho efstir á blaði hjá Solskjær
Powerade
Fer Pogba næsta sumar?
Fer Pogba næsta sumar?
Mynd: Getty Images
Atalanta vill halda Diallo að láni út tímabilið.
Atalanta vill halda Diallo að láni út tímabilið.
Mynd: Getty Images
Ozan Kabak er líklega á leið í enska boltann.
Ozan Kabak er líklega á leið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Brandt orðaður við Arsenal.
Brandt orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Powerade slúður dagsins er á sínum stað og er úr nógu að taka þennan sunnudaginn. Janúarglugginn er opinn og verður áhugavert að fylgjast með þeim fjölmörgu félagaskiptum sem eiga enn eftir að eiga sér stað.


Manchester United hefur sætt sig við að Paul Pogba, 27, sé á leið í burt frá félaginu næsta sumar. (Mirror)

Man Utd á eftir að ákveða hvern liðið ætlar að gera að skotmarki númer 1 næsta sumar. Erling Braut Haaland og Jadon Sancho eru báðir tvítugir og taldir vera efstir á óskalista Ole Gunnar Solskjær. (Mirror)

Mauricio Pochettino, nýr þjálfari PSG, vonast til þess að Kylian Mbappe skrifi undir nýjan samning við félagið. Hinn 22 ára gamli Mbappe er með samning við PSG til 2022. (AS)

Hinn 18 ára gamli Amad Diallo er á leið til Man Utd. Atalanta vill halda honum út tímabilið en Rauðu djöflarnir vilja fá ungstirnið strax. (Manchester Evening News, Star)

William Saliba, 19, vill fara frá Arsenal og er nóg af félögum sem vilja krækja í ungstirnið í janúar. (L'Equipe)

Hamza Choudhury, 23, er að leita sér að nýju félagi vegna takmarkaðs spiltíma hjá Leicester. Newcastle er að skoða miðjumanninn. (Newcastle Chronicle)

Crystal Palace og Leicester eru meðal áhugasamra félaga þegar það kemur að tyrkneska varnarmanninum Ozan Kabak. Kabak er tvítugur byrjunarliðsmaður hjá Schalke en áður lék hann fyrir Stuttgart og Galatasaray. (Daily Mail)

Steve Bruce vonast til að krækja í Fikayo Tomori, 23, á lánssamningi frá Chelsea. (Daily Mail)

Olivier Giroud, 34, segist vilja vera áfram hjá Chelsea þar sem hann getur barist um titla með liðsfélögunum. Giroud var orðaður við West Ham á dögunum en virðist ekki hafa mikinn áhuga á að yfirgefa Stamford Bridge. (Sky Sports)

Varnarmaðurinn Timothy Fosu-Mensah, 23, vill vera áfram hjá Man Utd þrátt fyrir að hafa hafnað samningstilboði frá félaginu á dögunum. (Manchester Evening News)

Stoke er í viðræðum um að fá Rabbi Matondo, 20, lánaðan frá Schalke út tímabilið. (Daily Mail)

Sam Allardyce, nýr stjóri West Brom, hefur hafnað tækifærinu að fá kantmennina Daniel James, 23, og Duncan Watmore, 26, til félagsins. Þess í stað leggur Stóri Sam áherslu á að félagið kræki í miðvörð, miðjumann og sóknarmann. (Daily Mail)

Arsenal er orðað við Julian Brandt, 24 ára miðjumann Dortmund, að undanförnu. Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund, segir að Arsenal hafi ekki sett sig í samband við félagið. (Bild)

Frank Lampard biður stuðningsmenn um þolinmæði þegar það kemur að þýska ungstirninu Kai Havertz, sem er aðeins 21 árs gamall og gekk í raðir Chelsea í september. (Telegraph)

Ronald Koeman vill sjá nokkra leikmenn Barcelona róa á önnur mið. Hann telur mikilla breytinga þörf þegar kemur að leikmannahópinum. (Sport)

Koeman segist ekki sjá eftir Luis Suarez hjá Barcelona. Hann heldur því fram að hann hafi ekki tekið ákvörðunina sjálfur, heldur hafi yfirmenn hans ákveðið að selja hinn 33 ára gamla Suarez sem hefur verið í fantaformi með Atletico Madrid á tímabilinu. (Goal)

Antonio Conte er ekki jafn hrifinn af Christian Eriksen og hann hélt hann yrði. Inter er því búið að bjóða danska landsliðsmanninn til Real og Atletico Madrid án árangurs. PSG er einnig talið áhugasamt, sérstaklega eftir að Mauricio Pochettino tók við. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner