Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 03. janúar 2021 16:02
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Atalanta og Napoli létu mörkin rigna - Lazio missteig sig
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sjö leikjum var að ljúka í efstu deild ítalska boltans þar sem Atalanta og Sassuolo áttust við í eftirvæntum slag sem einkenndist af skemmtilegum sóknarbolta.

Lærisveinar Gian Piero Gasperini sýndu gæðin sín og gjörsamlega rúlluðu yfir Sassuolo. Duvan Zapata skoraði tvö og bættu Matteo Pessina, Robin Gosens og Luis Muriel mörkum við.

Lokatölur urðu 5-1 og er Atalanta aðeins einu stigi eftir Sassuolo í Evrópubaráttunni, með leik til góða.

Atalanta 5 - 1 Sassuolo
1-0 Duvan Zapata ('11 )
2-0 Matteo Pessina ('45 )
3-0 Duvan Zapata ('49 )
4-0 Robin Gosens ('57 )
5-0 Luis Muriel ('67 )
5-1 Vlad Chiriches ('75 )

Piotr Zielinski setti þá tvennu er Napoli lagði Cagliari að velli. Heimamenn í Cagliari misstu mann af velli á 65. mínútu, í stöðunni 1-2, og varð róðurinn þá ansi þungur.

Hirving Lozano og Lorenzo Insigne bættu mörkum við og urðu lokatölur 1-4 fyrir Napoli sem er í fjórða sæti, með 28 stig eftir 14 umferðir.

Edin Dzeko gerði þá eina mark leiksins er Roma lagði Sampdoria að velli. Roma er í þriðja sæti með 30 stig eftir 15 umferðir, sex stigum eftir toppliði Inter.

Cagliari 1 - 4 Napoli
0-1 Piotr Zielinski ('25 )
1-1 Joao Pedro ('60 )
1-2 Piotr Zielinski ('62 )
1-3 Hirving Lozano ('74 )
1-4 Lorenzo Insigne ('86 , víti)
Rautt spjald: Babis Lykogiannis, Cagliari ('65)

Roma 1 - 0 Sampdoria
1-0 Edin Dzeko ('72 )

Ciro Immobile kom Lazio yfir á útivelli gegn Genoa en Mattia Destro jafnaði í síðari hálfleik.

Lazio átti ekki sérlega góðan leik og hefur átt í miklum erfiðleikum á deildartímabilinu. Lærisveinar Simone Inzaghi eru um miðja deild með 22 stig eftir 15 umferðir.

Andri Fannar Baldursson var þá ónotaður varamaður er Bologna gerði markalaust jafntefli við Fiorentina.

Torino lagði Parma að velli með þremur mörkum gegn engu og hafði Verona betur gegn tíu leikmönnum Spezia.

Genoa 1 - 1 Lazio
0-1 Ciro Immobile ('15 , víti)
1-1 Mattia Destro ('58 )

Fiorentina 0 - 0 Bologna

Parma 0 - 3 Torino
0-1 Wilfried Stephane Singo ('8 )
0-2 Armando Izzo ('89 )
0-3 Amer Gojak ('95

Spezia 0 - 1 Verona
0-1 Mattia Zaccagni ('75 )
Rautt spjald: Julian Chabot, Spezia ('68)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner