Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 03. janúar 2021 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Milan áfram á toppnum og Ronaldo byrjar árið á tvennu
Magnaður fótboltamaður.
Magnaður fótboltamaður.
Mynd: Getty Images
Tveir síðustu leikir dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni eru búnir. Úrslitin voru eftir bókinni.

Topplið AC Milan vann góðan útisigur á Benevento þrátt fyrir að vera einum færri frá 33. mínútu. Sandro Tonali fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik, en staðan var þá 1-0 fyrir Milan eftir að Franck Kessie skoraði úr vítaspyrnu.

Á 49. mínútu kom Rafael Leao Milan í 2-0 og þar við sat. Gianluca Caprari klúðraði víti fyrir Benevento á 61. mínútu. Zlatan Ibrahimovic er enn frá vegna meiðsla en Milan er á toppnum með 37 stig, einu stigi meira en nágrannar sínir í Inter. Benevento er í tíunda sæti.

Ítalíumeistarar Juventus byrja þetta ár vel; með 4-1 sigri gegn á Udinese. Cristiano Ronaldo skoraði tvennu fyrir Juventus sem er í fimmta sæti með 27 stig. Juventus á leik til góða á Milan. Udinese er í 13. sæti deildarinnar.

Benevento 0 - 2 Milan
0-1 Franck Kessie ('15 , víti)
0-2 Rafael Leao ('49 )
0-2 Gianluca Caprari ('61 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Sandro Tonali, Milan ('33)

Juventus 4 - 1 Udinese
1-0 Cristiano Ronaldo ('31 )
2-0 Federico Chiesa ('49 )
3-0 Cristiano Ronaldo ('70 )
4-0 Paulo Dybala ('90 )
4-1 Marvin Zeegelaar ('90 )

Önnur úrslit í dag:
Ítalía: Lautaro Martinez með þrennu í stórsigri
Ítalía: Atalanta og Napoli létu mörkin rigna - Lazio missteig sig
Athugasemdir
banner
banner