Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. janúar 2021 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Al Arabi vann sinn þriðja leik í röð
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al Arabi.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al Arabi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslendingalið Al Arabi er komið heldur betur á gott strik í úrvalsdeildinni í Katar.

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar áttu heimaleik í dag gegn Al Khor, sem er í 11. sæti deildarinnar.

Al Arabi, sem var í níunda sæti fyrir leikinn, vann sannfærandi sigur í leiknum. Aron Einar Gunnarsson spilaði 85 mínútur inn á miðsvæðinu í 3-0 sigri.

Al Arabi er núna búið að vinna þrjá leiki í röð og situr núna í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig.

Heimir er aðalþjálfari Al Arabi en með honum í þjálfarateyminu eru Freyr Alexandersson og Bjarki Már Ólafsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner