Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. janúar 2021 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikur stöðvaður eftir fimm mínútur í Portúgal - Erfiðar aðstæður
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Það þurfti að stöðva leik Benfica og Santa Clara eftir aðeins fimm mínútur í portúgölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Veðrið hefur ekki verið sérlega gott á Asóreyjum þar sem félagið Santa Clara er með sínar höfuðstöðvar.

Völlurinn var ekki í góðu standi en samt sem áður var reynt að spila leikinn. Það var reynt í fimm mínútur en svo var ákveðið að stöðva hann þar sem aðstæður voru hörmulegar.

Búið er að ákveða að leikurinn verði spilaður á morgun klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Benfica er í öðru sæti portúgölsku deildarinnar og Santa Clara í níunda sæti.

Hérna að neðan má sjá hvernig aðstæður voru í dag.


Athugasemdir
banner
banner