Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. janúar 2021 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lennon: Þetta var ekki rautt spjald
Mynd: Getty Images
Neil Lennon, stjóri Celtic, var sársvekktur eftir 1-0 tap í fjandslagnum gegn Rangers í efstu deild skoska boltans í gær. Hann var ósáttur með dómgæsluna í leiknum eftir að Nir Bitton fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks.

Celtic var betra liðið í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Tíu leikmenn Celtic lentu þó í erfiðleikum eftir leikhlé og enduðu á að tapa án þess þó að hleypa skoti á rammann. Callum McGregor skoraði eina mark leiksins í eigið net.

Celtic er 19 stigum á eftir Rangers í toppbaráttunni en Celtic á þrjá leiki til góða og getur brúað bilið niður í 10 stig með því að sigra þá alla.

„Morelos var kannski í skotfæri en það var afar þröngt og ekki einu sinni innan vítateigs. Mér fannst dómarinn of snöggur að rífa í rauða spjaldið," sagði Lennon.

„Þetta var lélegt af Nir og gjörbreytti leiknum, en átti ekki að vera rautt spjald. Við vorum við fullkomna stjórn áður en þetta gerðist."

Það stefnir allt í fyrsta titil Rangers síðan 2011 en Celtic hefur haft einræði á toppnum síðasta áratug.
Athugasemdir
banner