Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 03. janúar 2021 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lewandowski markahæstur - Messi með flestar stoðsendingar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enn eitt árið er liðið og hefur transfermarkt tekið saman helstu tölfræði leikmanna að vanda.

Pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski, sem var valinn besti leikmaður heims á árinu, er markahæstur með 47 mörk í 44 leikjum á dagatalsárinu.

Cristiano Ronaldo er næstmarkahæstur með 44 mörk í 45 leikjum og kemur Romelu Lukaku í þriðja sæti með 40 í 52.

Erling Braut Haaland, Ciro Immobile, Kylian Mbappe, Bruno Fernandes, Lionel Messi, Mohamed Salah og Paulinho koma í næstu sætum fyrir neðan.

Lionel Messi er stoðsendingahæstur með 24 mörk lögð upp, jafn mikið og Thomas Müller sem spilaði tveimur leikjum meira.

Kevin De Bruyne, Joshua Kimmich og Angel Di Maria koma í næstu sætum fyrir neðan skammt á undan Mbappe, Fernandes og Hakan Calhanoglu.

Markahæstir 2020:
1. Robert Lewandowski 44 leikir - 47 mörk
2. Cristiano Ronaldo 45 - 44
3. Romelu Lukaku 52 - 40
4. Erling Braut Haaland 37 - 39
5. Ciro Immobile 42 - 34
6. Kylian Mbappe 41 - 29
7. Bruno Fernandes 56 - 28
8. Lionel Messi 48 - 27
9. Mohamed Salah 45 - 26
10. Paulinho 44 - 25

Stoðsendingahæstir 2020:
1. Thomas Müller
2. Lionel Messi
3. Kevin De Bruyne
4. Joshua Kimmich
5. Angel Di Maria
6. Kylian Mbappe
7. Bruno Fernandes
8. Hakan Calhanoglu
9. Jordi Alba
10. Robert Lewandowski
11. Anthony Martial
12. Jadon Sancho
13. Papu Gomez
Athugasemdir
banner
banner