Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. janúar 2021 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool minnist tónlistarmannsins Gerry Marsden
Mynd af Marsden að syngja á Anfield.
Mynd af Marsden að syngja á Anfield.
Mynd: Getty Images
Gerry Marsden, sem var leiðtogi hljómsveitarinnar Gerry and the Pacemakers, er látinn 78 ára að aldri.

Hljómsveitin Gerry and the Pacemakers er þekktust fyrir sína útgáfu af laginu You'll Never Walk Alone frá 1963. Stuttu eftir að hljómsveitin gaf út lagið þá varð það einkennissöngur fótboltafélagsins Liverpool, en Marsden fæddist í Toxteth í Liverpool árið 1942.

Liverpool minnist Marsden í kvöld. „Orð Gerry munu lifa með okkur að eilífu. You’ll Never Walk Alone," segir í færslu Liverpool á Twitter.

Lagið You’ll Never Walk Alone er sungið hátt og dátt á Anfield fyrir alla leiki, það er að segja þegar áhorfendur eru leyfðir.

Hér að neðan má sjá fallegt myndband sem Liverpool deilir á samfélagsmiðlum sínum í kvöld og þar fyrir neðan er Youtube-myndbandið við lagið.




Athugasemdir
banner
banner
banner