Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. janúar 2021 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnaður Ronaldo tók fram úr Pele
Mynd: Getty Images
Portúgalska ofurstjarnan Cristiano Ronaldo er núna búinn að taka fram úr brasilísku goðsögninni Pele yfir flest mörk skoruð í fótboltaheiminum.

Ronaldo skoraði tvennu þegar lið hans, Juventus, lagði Udinese að velli í ítölsku úrvalsdeildinni.

Hinn 35 ára gamli Ronaldo er núna búinn að skora 758 mörk á keppnisferli sínum með félagsliðum og landsliðum. Hann er kominn með einu marki meira en Pele gerði á sínum ferli.

Ronaldo á góðan möguleika á að ná metinu. Samkvæmt spænska fjölmiðlinum Marca er það Josef Bican sem á það, en hann gerði 759 mörk á sínum ferli samkvæmt sömu vefsíðu. Hann spilaði lengst af með Slavia Prag í Tékklandi.

Lionel Messi, besti fótboltamaður í heimi undanfarin 10-15 ár ásamt Ronaldo, bætti á dögunum markamet Pele yfir flest mörk skoruð fyrir eitt félag. Oft eru heitar umræður um það hvor sé betri, Ronaldo eða Messi. Báðir eru þeir ótrúlegir fótboltamenn.


Athugasemdir
banner
banner