Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. janúar 2021 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Aston Villa er mitt uppáhalds lið þessa stundina
Mynd: Getty Images
Tottenham vann góðan 3-0 sigur gegn Leeds United og á ekki leik í ensku úrvalsdeildinni fyrr en 13. janúar. Þá mætir liðið Aston Villa, uppáhaldsliði Jose Mourinho.

Mourinho var kátur eftir sigurinn gegn Leeds og var strax kominn með hugann að næsta deildarleik, þó Tottenham eigi tvo bikarleiki inn á milli.

„Næsti leikur er gegn Aston Villa, sem er mitt uppáhalds lið í ensku úrvalsdeildinni þessa stundina. Ég nýt þess að horfa á liðið spila, þeir eru með marga mjög góða leikmenn og virkilega góðan þjálfara. Það bíða okkar erfiðir andstæðingar," sagði Mourinho.

Seinna var Mourinho spurður hvort hann teldi að Harry Kane og Son Heung-min líklega til að enda sem markahæstu leikmenn tímabilsins. Hann nýtti tækifærið til að skjóta á Bruno Fernandes sem hefur verið að raða inn mörkunum með Manchester United, oft af vítapunktinum.

„Þeir geta orðið meðal þriggja markahæstu leikmanna tímabilsins. Sérstaklega ef vítaspyrnur telja ekki með, því sumir leikmenn skora 10 mörk á tímabili af punktinum. Ég er ekki að tala um Harry Kane."
Athugasemdir
banner