Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. janúar 2021 18:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Werner meiddi sig þegar hann tók hornspyrnu
Werner hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Chelsea.
Werner hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Þjóðverjinn Timo Werner hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því hann gekk í raðir Chelsea.

Werner var keyptur til Chelsea síðasta sumar frá RB Leipzig. Werner, sem er 24 ára, kostaði Chelsea 47,5 milljónir punda en hann hefur hingað til skilað fjórum mörkum í 17 deildarleikjum. Hann hefur klúðrað aragrúa af mjög góðum marktækifærum.

Werner, eins og liðsfélagar sínir, átti ekki gótt kvöld þegar Chelsea tapaði fyrir Manchester City.

Werner súmmeraði upp kvöld sitt og liðs síns þegar hann ætlaði að taka hornspyrnu undir lok leiksins. Á einhvern hátt tókst honum að meiða sig þegar hann tók hornspyrnuna en myndband af þessu má sjá fyrir neðan.

„Þegar þetta er ekki þinn dagur," skrifaði Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englands, við myndband af atvikinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner