Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 03. janúar 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu fagnaðarlæti stuðningsmanna Rangers
Mynd: Getty Images
Rangers og Celtic áttust við í toppslag skoska boltans í gær og hafði Rangers betur í jöfnum og tíðindalitlum leik sem einkenndist af mikilli baráttu.

Celtic var betra liðið í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum í netið. Celtic missti svo Nir Bitton af velli með rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks og áttu tíu eftirstandandi leikmenn erfitt með að ráða við Rangers.

Eina mark leiksins kom á 70. mínútu og var það Callum McGregor, leikmaður Celtic, sem varð fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net.

Rangers stóð uppi sem sigurvegari án þess að eiga tilraun sem hæfði markrammann.

Rangers er á fleygiferð undir stjórn Steven Gerrard og er með 62 stig eftir 22 umferðir. Celtic er með 43 stig eftir 19 leiki.

Rangers er því á góðri leið með að vinna sinn fyrsta Skotlandsmeistaratitil síðan 2011 og eru stuðningsmenn skiljanlega himinlifandi með árangurinn, eins og má sjá hér fyrir neðan.






Athugasemdir
banner
banner
banner