Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 03. janúar 2021 21:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Suarez hetja Atletico sem er í góðum málum
Suarez skoraði sigurmarkið fyrir toppliðið.
Suarez skoraði sigurmarkið fyrir toppliðið.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi spilaði í kvöld sinn 500. leik í spænsku úrvalsdeildinni.
Lionel Messi spilaði í kvöld sinn 500. leik í spænsku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Luis Suarez var hetja Atletico Madrid er liðið endurheimti toppsætið í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Suarez skoraði sigurmark Atletico í uppbótartíma gegn Alaves á útivelli, en Alaves jafnaði metin - einum færri - á 84. mínútu þegar Felipe skoraði sjálfsmark.

Suarez hefur byrjað býsna vel fyrir Atletico og komið að 11 mörkum í 12 leikjum á þessari leiktíð. Atletico er á toppnum með tveimur stigum meira en Real Madrid, og með tvo leiki til góða.

Real Sociedad, sem er í þriðja sæti, gerði í dag jafntefli við nágranna sína í Osasuna á heimavelli. Sociedad er átta stigum á eftir Atletico og búið að leika þremur leikjum meira.

Barcelona vann útisigur á Huesca, 1-0. Miðjumaðurinn Frenkie de Jong skoraði eina mark leiksins. Barcelona er með 28 stig í fimmta sætinu.

Lionel Messi spilaði sinn 500. leik í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, en hann hefur leikið allan sinn feril fyrir Barcelona.

Hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins á Spáni.

Alaves 1 - 2 Atletico Madrid
0-1 Marcos Llorente ('41 )
1-1 Felipe ('84 , sjálfsmark)
1-2 Luis Suarez ('90 )
Rautt spjald: Victor Laguardia, Alaves ('63)

Athletic 1 - 0 Elche
1-0 Iker Muniain ('25 )

Eibar 2 - 0 Granada CF
0-0 Edu Exposito ('55 , Misnotað víti)
1-0 Bryan Salvatierra ('55 )
2-0 Bryan Salvatierra ('76 )

Huesca 0 - 1 Barcelona
0-1 Frenkie de Jong ('27 )

Real Sociedad 1 - 1 Osasuna
0-1 Jonathan Calleri ('20 )
1-1 Ander Barrenetxea ('46 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner