Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 03. janúar 2021 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Starf Lampard í mikilli hættu
Starf Lampard er í hættu.
Starf Lampard er í hættu.
Mynd: Getty Images
Starf Frank Lampard sem knattspyrnustjóra Chelsea er í mikilli hættu að sögn The Athletic sem þykir mjög áreiðanlegur miðill í Bretlandi.

Chelsea tapaði 3-1 fyrir Manchester City á heimavelli í kvöld og hefur gengið ekki verið gott á þessu tímabili.

Chelsea er í áttunda sæti með 26 stig eftir 17 leiki. Chelsea eyddi um 200 milljónum punda í leikmannakaup síðasta sumar en nýir leikmenn liðsins hafa ekki verið að gera góða hluti. Það veldur áhyggjum að Lampard sé ekki að ná miklu út úr Timo Werner og Kai Havertz, Þjóðverjum sem voru keyptir fyrir samanlagt rúmar 120 milljónir punda.

Samkvæmt The Athletic er stjórn Chelsea farin að skoða aðra möguleika ef Lampard nær ekki að reisa skútuna við á næstunni. Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er mjög gjarn á það að reka og ráða knattspyrnustjóra.

Í greininni segir einnig að það sé stirt samband á milli Lampard og einstaklinga í hópnum, sérstaklega þeirra sem hafa ekki verið mikið að byrja leiki fyrir hann.

Lampard, sem var magnaður fyrir Chelsea, tók við sem stjóri félagsins fyrir einu og hálfu ári síðan. Liðið hafnaði í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð undir hans stjórn. Talið er að Mauricio Pochettino hefði verið möguleiki fyrir Chelsea ef félagið tekur ákvörðun um að teka Lampard, en hann er það ekki lengur þar sem hann var að taka við Paris Saint-Germain. Það gæti hjálpað Lampard eitthvað að Pochettino sé ekki á lausu lengur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner