sun 03. janúar 2021 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir Ingi spilaði í dramatísku jafntefli - Elías í tapliði
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn fyrir PAOK þegar liðið gerði dramatískt jafntefli á útivelli gegn Larissa í grísku úrvalsdeildinni.

Portúgalinn Vierinha jafnaði metin fyrir PAOK á sjöttu mínútu uppbótartímans. Mark hans kom úr vítaspyrnu, en Larissa hafði tekið forystuna á 69. mínútu.

Sverrir Ingi er lykilmaður fyrir PAOK sem er í þriðja sæti grísku úrvalsdeildarinnar. PAOK er sjö stigum frá toppliði Olympiakos sem hafði betur gegn AEK Aþenu í dag, 3-0. Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson var ekki í hóp hjá Olympiakos.

Elías spilaði í tapi
Í hollensku B-deildinni tapaði Íslendingalið Excelsior fyrir NAC Breda á heimavelli, 0-3. Elías Már Ómarsson spilaði allan leikinn fyrir Excelsior sem er í 13. sæti. Elías er næstmarkahæstur í deildinni með 17 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner