Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 03. janúar 2021 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Takefusa Kubo vill skipta um félag
Mynd: Getty Images
Japanski framherjinn Takefusa Kubo var gríðarlega eftirsóttur í haust og valdi að spila fyrir Villarreal á lánssamningi út tímabilið.

Dvöl Kubo hjá Villarreal hefur ekki gengið sérlega vel og vill Japaninn ungi halda á önnur mið. Hann hefur ekki fundið taktinn hjá Villarreal og er aðeins búinn að skora eitt mark fyrir félagið þrátt fyrir ótal tækifæri undir stjórn Unai Emery.

Emery notar Kubo yfirleitt af bekknum en Japaninn vill fá sæti í byrjunarliðinu. Kubo hefur ekki verið í hóp hjá Villarreal í síðustu leikjum og var Emery spurður út í málið.

„Kubo er búinn að segja mér að hann vilji klára tímabilið með öðru félagi þar sem hann getur fengið meiri spiltíma. Þess vegna er hann ekki í leikmannahópnum," sagði Emery.

„Hann hefur verið mjög fagmannlegur á tíma sínum hér og þarf nýjan stað til að halda áfram að vaxa sem knattspyrnumaður."

Kubo er 19 ára gamall og er samningsbundinn Real Madrid. Hann á 11 A-landsleiki að baki fyrir Japan.

Kubo er að spila sitt annað tímabil í efstu deild spænska boltans. Hann spilaði 35 leiki fyrir Mallorca á síðustu leiktíð og skoraði fjögur mörk.
Athugasemdir
banner
banner