Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 03. janúar 2021 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger myndi snúa aftur til Arsenal ef félagið þyrfti
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger var við stjórnvölinn hjá Arsenal í 22 ár áður en hann yfirgaf félagið til að leyfa næsta manni, Unai Emery, að taka við.

Mikel Arteta er stjóri Arsenal í dag og hefur verið ansi heitt undir honum eftir hrikalega byrjun á tímabilinu. Lærisveinar hans eru þó búnir að vinna þrjá deildarleiki í röð og virðast vera að rétta úr kútnum, en liðið er aðeins með 20 stig eftir 16 umferðir.

Wenger starfar í dag í stjórn FIFA og var spurður hvort hann myndi taka aftur við Arsenal ef starfið stæði til boða.

„Ef félagið þarfnast mín þá mun ég svara kallinu. Ég býst samt ekki við að það gerist," sagði Wenger sem er 71 árs gamall.

Wenger hefur ekki þjálfað síðan 2018 en hefur verið nokkuð eftirsóttur og hafnaði meðal annars tveimur tilboðum frá Fulham. Þá var greint frá því í frönskum fjölmiðlum að Wenger hafi hafnað tækifærinu að taka við Barcelona þegar Quique Setien var rekinn.

„Vanalega þarftu minnst tíu ára reynslu til að fá stjórastarf hjá Arsenal en Arteta var góður leikmaður fyrir félagið og fékk stóra tækifærið snemma. Ég óska honum alls hins besta og vona að hann geri betur heldur en ég, félagið hefur loksins fjármunina sem þarf til að berjast um Englandsmeistaratitilinn.

„Leiðtogahæfileikarnir í Mikel hafa alltaf verið augljósir. Hann hefur mikinn metnað og er mjög samviskusamur. Hann hafði mikil áhrif á leikmenn í kringum sig á tíma sínum sem leikmaður hérna."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner