Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 03. febrúar 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Castillion byrjaður að skora í Indónesíu
Geoffrey Castillion.
Geoffrey Castillion.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geoffrey Castillion er í Indónesíu þessa stundina þar sem hann æfir með liði sem heitir Persib Bandung.

Hann spilaði um helgina leik með liðinu, en í þeim leik gerði hann sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk. Myndband af öðru markinu má sjá neðst í fréttinni.

Castillion lék með Fylki á síðasta ári en Árbæingar hafa áhuga á að fá hann aftur til sín. Þessar fréttir, að hann sé að æfa og spila með félagi í Indlandi, minnka þó líkurnar á að það verði að veruleika.

„Við misstum mikið í Castillion, sem var hvað mest áberandi í fyrra. Við viljum klárlega hafa hann áfram," sagði Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, í viðtali á dögunum.

„Hann er að skoða sín mál úti í heimi. Stjórnin veit það betur hvernig þau mál eru nákvæmlega, þeir eru í sambandi við hann. Hann er klárlega velkominn aftur í Árbæinn, ekki spurning."

Castillion skoraði tíu mörk í 19 leikjum í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner