Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 03. febrúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daniel Maldini lék sinn fyrsta deildarleik fyrir AC Milan
Daniel Maldini.
Daniel Maldini.
Mynd: Getty Images
Daniel Maldini lék í gær sinn fyrsta úrvalsdeildarleik á Ítalíu fyrir AC Milan, í 1-1 jafntefli gegn Hellas Verona.

Daniel er 18 ára gamall og er af miklum fótboltaættum. Faðir hans, Paolo, og afi hans, Cesare, eru goðsagnir hjá AC Milan. Paolo og Cesare voru varnarmenn, en Daniel vill spila framar á vellinum og er sóknarsinnaður miðjumaður.

Cesare vann fjóra deildartitla á Ítalíu sem leikmaður, hann var svo þjálfari Milan í tvö skipti. Hann lést árið 2016, þá 84 ára.

Paolo lék 647 leiki í ítölsku úrvalsdeildinni, vann deildina sjö sinnum og Meistaradeildina fimm sinnum.

Christian, annar sonur Paolo, var í unglingaliðum AC Milan, en leikur nú í neðri deildunum á Ítalíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner