mán 03. febrúar 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Brewster gaf dómaranum gult spjald
Rhian Brewster er í láni hjá Swansea frá Liverpool.
Rhian Brewster er í láni hjá Swansea frá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn efnilegi, Rhian Brewster, var í stuði þegar Swansea gerði 1-1 jafntefli gegn Preston í Championship-deildinni á laugardag.

Brewster skoraði mark Swansea í leiknum sem endaði 1-1. Hann skoraði jöfnunarmarkið eftir að Preston hafði komist yfir.

Hinn 19 ára gamli Brewster er í láni hjá Swansea frá Liverpool.

Í leiknum á laugardag missti dómarinn Geoff Eltringham gula spjaldið í jörðina. Brewster tók það upp og fór með það til dómarans, en á leið sinni ákvað sóknarmaðurinn að gefa dómaranum gula spjaldið. Grínisti.

Hér að neðan má sjá þetta. Brewster sagði á Twitter að hann hefði verið að sýna tilburði að hætti Mike Dean, dómara í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner