þri 03. mars 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Eyjabiti styrkir Draumaliðsdeildina fimmta árið í röð
Heimir Ásgeirsson eigandi Eyjabita og Hjörtur sonur hans.
Heimir Ásgeirsson eigandi Eyjabita og Hjörtur sonur hans.
Mynd: Magni
Draumaliðsdeild Eyjabita verður á sínum stað í tengslum við Pepsi Max-deild karla í sumar. Harðfisverkunin Eyjabiti á Grenivík verður styrktaraðili deildarinnar fimmta árið í röð.

Draumaliðsdeildin hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en Eyjabiti hefur gert Fótbolta.net kleift að halda deildinni út.

„Við í Eyjabita ættlum að halda ótrauð áfram með vinum okkar á Fotbolti.net að koma Draumaliðsdeildinni á koppinn eins og undanfarin ár. Draumaliðsdeildin hjálpar til við að lita fótboltasumarið og gera íslenska fótboltann ennþá vinsælli. Við bíðum spennt eftir því þegar snjóa leysir og spennandi Íslenskt fótboltasumar geti hafist," segir Heimir Ásgeirsson, eigandi Eyjabiti.

Að sjálfsögðu verður harðfiskur frá Eyjabita í verðlaun í völdum umferðum í sumar sem og utanlandsferð á leik í enska boltanum.

Draumaliðsdeildin verður í sumar í níunda skipti í röð á Fotbolta.net en deildin er í samstarfi við Íslenskan toppfótbolta eins og síðustu ár.

Reiknað er með að Draumaliðsdeildin opni um næstu mánaðarmót en fyrsti leikur í Pepsi Max deildinni er leikur Vals og KR miðvikudagskvöldið 22. apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner