Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 03. mars 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Foden vonast eftir sæti í enska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Phil Foden, miðjumaður Manchester City, vonast til að vinna sér sæti í enska landsliðinu á næstunni. Hinn 19 ára gamli Foden var maður leiksins í 2-1 sigri á Aston Villa í úrslitum enska deildabikarsins.

Foden hefur einungis byrjað tíu leiki á tímabilinu en hann vonast til að sannfæra Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englendinga, um að fá kallið.

„Ég vil auðvitað vera þar en þetta er mjög erfitt með leikmennina sem við eru þarna fyrir. Vonandi var Gareth að horfa (á úrslitaleikinn) og vonandi hefur hann séð hluti sem hann var ánægður með," sagði Foden.

„Þetta er allt sem ég get gert. Sýna hvað ég get í hvert skipti sem ég spila og sé hvert það tekur mig. Við höfum ekki rætt þetta mikið en hann hefur sagt að það séu nokkur pláss laus og að hann sé að fylgjast með mér."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner