Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. mars 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Dagur kominn í undanúrslit danska bikarsins
Mynd: Jón Dagur Þorsteinsson
Mynd: Kolos Kovalivka
Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn er Aarhus rúllaði yfir Esbjerg í 8-liða úrslitum danska bikarsins í dag.

Mustapha Bundu skoraði tvennu í fyrri hálfleik en heimamenn í Esbjerg náðu að minnka muninn eftir leikhlé.

Bror Blume skoraði svo aðra tvennu fyrir gestina og urðu lokatölur 1-4.

Jón Dagur og félagar eru því komnir í undanúrslit bikarsins.

Esbjerg 1 - 4 Århus
0-1 Mustapha Bundu ('10)
0-2 Mustapha Bundu ('28)
1-2 J. Kauko ('58)
1-3 Bror Blume ('63)
1-4 Bror Blume ('87)

Í Úkraínu byrjaði Árni Vilhjálmsson á vinstri kanti er Kolos Kovalivka heimsótti stórlið Dynamo Kiev.

Heimamenn komust yfir á 40. mínútu og misstu gestirnir mann af velli með rautt spjald skömmu síðar.

Tíu leikmenn Kolos áttu erfitt uppdráttar eftir leikhlé í Kænugarði en þeir spiluðu þó góðan fyrri hálfleik.

Árni spilaði allan leikinn og er Kolos um miðja deild eftir tapið, með 26 stig eftir 21 umferð.

Dynamo Kiev 2 - 0 Kolos Kovalivka
1-0 F. Sol ('40)
2-0 V. Tsygankov ('54)
Rautt spjald: E. Zadoya, Kolos ('45)
Athugasemdir
banner
banner
banner