Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 03. mars 2020 22:41
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Áttum skilið að tapa
Mynd: Getty Images
Liverpool tapaði öðrum leik sínum í röð er liðið heimsótti Chelsea í 16-liða úrslitum enska bikarsins fyrr í kvöld.

Jürgen Klopp gaf kost á sér í viðtal að leikslokum og ræddi stöðu mála.

„Ég kynni að meta það ef þið gætuð hætt að tala um tapið gegn Watford. Við áttum skilið að tapa í dag því við gerðum skelfileg mistök í báðum mörkunum þeirra," sagði Klopp við BBC eftir lokaflautið.

„Þetta var mjög opinn leikur og við áttum góð færi en náðum ekki að skora. Strákarnir voru þreyttir og við þurftum að breyta til í byrjunarliðinu en ég er sáttur með vinnuframlagið.

„Við vitum að við þurfum að bæta okkur, síðustu þrjár vikur hafa ekki verið þær bestu. Markmiðið okkar er að koma til baka og gera næstu þrjár vikur að þeim bestu á tímabilinu."


Liverpool tekur á móti Bournemouth á laugardaginn og Atletico Madrid á miðvikudaginn. Klopp var spurður hvort hann hyggðist hvíla einhverja lykilmenn gegn Bournemouth.

„Við erum ekki að hugsa um Atletico Madrid, við erum bara með hugann við Bournemouth. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og gerðu mjög vel í síðustu umferð gegn Chelsea.

„Ég vil ekki að fólk vorkenni okkur. Við munum vinna fleiri fótboltaleiki, það er planið á laugardaginn."

Athugasemdir
banner