þri 03. mars 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Lampard við Kepa: Ég er ekki að pæla í EM 2020
Kepa Arrizabalaga.
Kepa Arrizabalaga.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, hefur sagt markverðinum Kepa Arrizabalaga að honum sé alveg sama um möguleika hans á að spila fyrir spænska landsliðið.

Kepa hefur verið að keppa við David de Gea um aðalmarkvarstöðuna hjá spænska landsliðinu og spilað sex af síðustu tíu landsleikjum þjóðar sinnar.

Luis Enrique er nú tekinn við landsliðsþjálfarastarfinu á nýjan leik.

Kepa hefur misst byrjunarliðssæti sitt hjá Chelsea og Willy Caballero varið mark liðsins. Kepa hefur alls ekki staðið undir væntingum og sagt að Lampard ætli að fá inn nýjan markvörð í sumar.

Lampard segist ekki geta pælt í því hvort Kepa verði í marki Spánar á EM 2020.

„Ég hef ekkert rætt um það við hann. Ég get bara valið liðið frá sjónarhorni Chelsea. Þetta snýst um að standa sig vel á æfingum og hann er að gera það. Svo verður hann að grípa tækifærið þegar hann fær það. Það er eina sem ég pæli í," segir Lampard.

„Ég skil að landsliðsmennirnir mínir hafi metnað en það sama gildir um alla. Ég vel liðið eftir æfingum og keppni."

Chelsea leikur bikarleik við Liverpool í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner