Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. mars 2020 08:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool og Man Utd berjast um Sancho og Werner
Powerade
Jadon Sancho er fastagestur í slúðrinu þessa dagana.
Jadon Sancho er fastagestur í slúðrinu þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Raul Jimenez er á óskalista Arsenal.
Raul Jimenez er á óskalista Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með brakandi ferskan slúðurpakka. BBC tók saman.



Manchester United er í bílstjórasætinu í baráttunni um Jadon Sancho (19) leikmann Borussia Dortmund en hann gæti orðið dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. (Telegraph)

Manchester United ætlar að berjast við Liverpool um Sancho sem og Timo Werner (23) framherja RB Leipzig. (Express)

Real Madrid og PSG eru líka að skoða Sancho en leikmaðurinn vill sjálfur fara til Englands. (Mirror)

Werner ákvað að hætta að fylgja RB Leipzig á Twitter eftir að félagið notaði mynd af honum til að svara Liverpool eftir fyrsta tap enska liðsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina. (Echo)

Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, vill halda vinstri bakverðinum Angelino (23) hjá féalginu. Angelino er á lán ifrá Manchester City en hann það kostar háan verðmiða að kaupa hann. (Kicker)

Mason Holgate (23) segist vera einbeittur á Everton en varnarmaðurinn hefur verið orðaður við Manchester City. (Mail)

Njósnarar Everton á Ítalíu segja að félagið viti hvað þurfi til að fá Hirving Lozano (24) kantmann Napoli. (Star)

Leicester er að skoða Charlie Taylor (26) vinstri bakvörð Burnley en hann gæti fyllt skarð Ben Chilwell (23) sem er mögulega á förum. (Times)

Celtic er að reyna að gera nýjan samning við framherjann Odsonne Edouard (22) svo hann fari ekki til Leicester. (Record)

Allan Saint-Maximin (22) kantmaður Newcastle gæti verið á förum eftir ósætti við knattspyrnustjórann Steve Bruce. Crystal Palace og Wolves hafa áhuga. (Mail)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, segir að markvörðurinn Kepa Arrizabalaga (25) eigi ennþá framtíð hjá félaginu þrátt fyrir að hafa verið á bekknum að undanförnu. (Mail)

Alex Telles (27) varnarmaður Porto hefur hafnað nýjum samningi en hann er á óskalista Chelsea. (Sun)

Aston Villa og Inter Miami, félag David Beckham í Bandaríkjunum, hafa bæði áhuga á að klófesta Daniel Sturridge (30) þegar hann verður búinn að taka út bann sitt fyrir brot á veðmálareglum. Sturridge er í banni til 17. júní. (Sun)

Dayot Upamecano (21) varnarmaður RB Leipzig segist líða mjög vel hjá þýska félaginu. Upamecano hefur verið orðaður við Arsenal. (Mirror)

Arsenal var nálægt því að bjóða 50 milljónir punda í Upamecano í janúar en hann hefur verið lengi á óskalista félagsins. (Express)

Arsenal hefur áhuga á Raul Jimenez (28) framherja Wolves en hann gæti fyllt skarð Alexandre Lacazette (28) sem er mögulega á förum. (Express)
Athugasemdir
banner
banner