þri 03. mars 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Magðalena aftur til Þórs/KA frá Skotlandi
Magðalena Ólafsdóttir er hægra megin á myndinni en hún er komin aftur til félagsins
Magðalena Ólafsdóttir er hægra megin á myndinni en hún er komin aftur til félagsins
Mynd: Þór TV
Magðalena Ólafsdóttir er farin aftur til æfinga hjá Þór/KA en hún var á láni hjá skoska félaginu Forfar Framington.

Magðalena, sem er fædd árið 2000, er uppalin í KA en fór í Hamrana árið 2017. Hún lék níu leiki og skoraði tvö mörk með liðinu síðasta sumar áður en hún fór í Þór/KA í sumarglugganum.

Hún gerði skammtímasamning við Forfar Farmington undir lok janúar og lék tvo leiki með liðinu. Henni var boðið að gera nýjan samning við skoska félagið en afþakkaði það og er nú á leið aftur til Þór/KA.

Ástæða þess að hún hafnaði samningi í Skotlandi var sú að liðið er hálf atvinnumannalið og æfir einungis tvisvar í viku. Það fannst Magðalenu full lítið fyrir sinn metnað og því er hún á heimleið.

Hún er væntanleg á æfingar með Þór/KA sem undirbýr sig af krafti fyrir komandi tímabil í Pepsi Max-deildinni.

Hún hefur þó ekki skrifað undir samning við Þór/KA eða neitt annað lið eins og staðan er núna þá eru fimm lið sem eru búin að bjóða henni samning. Hún ætlar að æfa með Þór/KA og skoða sína stöðu í rólegheitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner