þri 03. mars 2020 23:01
Ívan Guðjón Baldursson
Manchester City mætir Arsenal næsta miðvikudag
Bernardo Silva, Benjamin Mendy, Riyad Mahrez og Raheem Sterling eftir sigurinn gegn Aston Villa.
Bernardo Silva, Benjamin Mendy, Riyad Mahrez og Raheem Sterling eftir sigurinn gegn Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Úrvalsdeildarleikur Manchester City gegn Arsenal sem átti að fara fram um síðustu helgi mun vera spilaður miðvikudaginn í næstu viku, 11. mars.

Enska úrvalsdeildin er búin að staðfesta tímasetninguna klukkan 19:30 um kvöldið.

Leikurinn átti upprunalega að fara fram sunnudaginn 1. mars en var færður vegna úrslitaleik deildabikarsins þar sem Man City hafði betur gegn Aston Villa.

Leikjaprógram Man City hefur verið ansi þétt undanfarnar vikur og mun halda áfram að vera það. Liðið á leik í bikarnum á morgun, grannslag gegn Manchester United á sunnudag og svo kemur leikurinn gegn Arsenal.

Honum fylgir heimaleikur gegn Burnley 14. mars, heimaleikur gegn Real Madrid 17. mars og að lokum úrvalsdeildarleikur á útivelli gegn Chelsea 21. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner