Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. mars 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Roberto Martínez: Mikill munur að hafa fjögur lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Martines landsliðsþjálfari Belgíu er ánægður með dráttinn fyrir Þjóðadeildina. Belgía endaði í riðli með Íslandi, Englandi og Danmörku.

Belgía fór létt með Ísland er liðin mættust í Þjóðadeildinni 2018 og hafði einnig tvisvar sinnum betur gegn Englandi á HM fyrr um árið.

„Við þekkjum alla andstæðinga okkar - við mætum Íslandi aftur. Við þekktum þá eftir Evrópumótið (2016) og mættum þeim í síðustu Þjóðadeild," sagði Martinez.

„Svo þekkjum við England mjög vel. Margir af leikmönnum okkar deila búningsklefum og þetta verða frábærir leikir fyrir stuðningsmennina okkar. Það er alltaf stórkostlegt að spila á Wembley.

„Ég er ánægður með dráttinn. Það er mikill munur að hafa fjögurra liða riðla, það er mikið betra heldur en þriggja liða riðlar eins og síðast."

Athugasemdir
banner
banner
banner