Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. mars 2020 12:33
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo flýgur til Madeira eftir að móðir hans fékk heilablóðfall
Cristiano Ronaldo og Dolores Aveiro.
Cristiano Ronaldo og Dolores Aveiro.
Mynd: Getty Images
Dolores Aveiro, móðir Cristiano Ronaldo, var flutt á sjúkrahús eftir að hún fékk heilablóðfall í nótt.

Hún býr í Madeira í Portúgal og var flutt á sjúkrahús þar klukkan 5 í morgun. Fjölmiðlar segja að hún sé með meðvitund og ástand hennar stöðugt.

Hún fer í frekari rannsóknir í dag.

Dolores, sem er 65 ára, hefur verið að glíma við veikindi gegnum árin. Hún sigraðist á krabbameini í brjósti 2007 og fékk svo krabbamein í hitt brjóstið sem hún greindi frá á síðasta ári.

Ronaldo er einn besti fótboltamaður heims og leikur fyrir Juventus. Hann er farinn til Madeira til að vera hjá móður sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner