Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. mars 2020 11:35
Elvar Geir Magnússon
Ryan Fraser talinn hafa dalað mest - Gylfi á lista
Ryan Fraser.
Ryan Fraser.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Football365 birti lista yfir þá leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem hafa dalað mest á milli ára að mati vefsíðunnar.

Efstur á listanum er Ryan Fraser, vængmaður Bournemouth, sem var magnaður á síðasta tímabili og var orðaður við stærri félög. En orðrómarnir höfðu neikvæði áhrif á hann eins og hann viðurkenndi í viðtali í lok janúar.

Dýrasti markvörður heims, Kepa Arrizabalaga, er í öðru sæti. Hann hefur misst byrjunarliðssæti sitt hjá Chelsea til Willy Caballero.

Í þriðja sæti kemur svo Wilfried Zaha hjá Crystal Palace sem hefur verið annars hugar á tímabilinu. Hann vildi fara í stærra félag en varð ekki að ósk sinni og hefur ekki náð að skrúfa höfuðið almennilega á síðan.

Birtur er topp tíu listi en Gylfi Þór Sigurðsson er settur númer átta á honum. Gylfi hefur verið í breyttu hlutverki hjá Everton undir stjórn Carlo Ancelotti sem hefur notað hann vinstra megin eða sem afturliggjandi á miðjunni.

Hér er hægt að skoða listann og umsagnir Football365.

1) Ryan Fraser
2) Kepa Arrizabalaga
3) Wilfried Zaha
4) Oriol Romeu
5) Juan Foyth
6) Paul Pogba
7) Matteo Guendouzi
8) Gylfi Þór Sigurðsson
9) Felipe Anderson
10) Jamaal Lascelles
Athugasemdir
banner
banner
banner