banner
   þri 03. mars 2020 23:59
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu þegar Saarbrucken komst í undanúrslit
Mynd: Getty Images
Þýska D-deildarliðið Saarbrücken komst í sögubækurnar með því að slá Fortuna Düsseldorf úr þýska bikarnum í dag.

Staðan var jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma og þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni sem reyndist gríðarlega dramatísk.

Bæði lið klúðruðu tveimur af fyrstu fimm spyrnum sínum og því var farið í bráðabana. Bæði lið byrjuðu á því að klúðra en skoruðu úr næstu þremur spyrnum, staðan því orðin 6-6 eftir níu spyrnur.

Mario Muller skoraði úr tíundu spyrnu heimamanna en danski varnarmaðurinn Mathias Jörgensen, sem gerði jöfnunarmark Düsseldorf undir lok venjulegs leiktíma, brenndi af.

Saarbrücken varð þar með fyrsta D-deildarliðið til að komast í undanúrslit þýska bikarsins. Vítaspyrnukeppnina má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner