Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 03. mars 2020 15:35
Elvar Geir Magnússon
Þarf að taka á sig mikla launalækkun til að vera áfram hjá Inter
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Inter hefur áhuga á því að fá Alexis Sanchez alfrið til félagsins en þá þarf Sílemaðurinn að samþykkja að lækka laun sín um helming.

Sanchez er á láni frá Manchester United og fær 400 þúsund pund í vikulaun.

Sanchez er farinn að spila fyrir Inter á nýjan leik eftir að hafa verið frá í þrjá mánuði vegna meiðsla.

Hann hefur aðeins skorað eitt mark og átt tvær stoðsendingar á þessu tímabili en hann var maður leiksins í 2-1 sigri gegn Ludogorets Razgrad í Evrópudeildinni á fimmtudag.

Tuttosport segir að Inter sé tilbúið að semja við Sanchez um 200 þúsund pund í vikulaun.
Athugasemdir
banner
banner