Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. mars 2020 17:41
Elvar Geir Magnússon
Þjóðadeildin: Ísland með Englandi, Belgíu og Danmörku í riðli
Icelandair
Landsliðsþjálfararnir Erik Hamren og Freyr Alexandersson.
Landsliðsþjálfararnir Erik Hamren og Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljóst er hvaða lið verða með Íslandi í riðli í Þjóðadeildinni en íslenska liðið er í A-deild með sterkustu liðum Evrópu.

Leikið er heima og að heiman en keppnin fer af stað í byrjun september á þessu ári.

RIÐILL ÍSLANDS:
ENGLAND
BELGÍA
DANMÖRK
ÍSLAND

Englendingar verða í riðli með okkur Íslendingum en eins og allir vita vann Ísland frækinn sigur gegn Englandi á EM í Frakklandi 2016.

Belgar verða aftur með okkur í riðli Þjóðadeildarinnar og þá eru frændur okkar Danir líka í riðlinum.

Efsta lið hvers riðils A-deildar í Þjóðadeildinni fer í úrslit keppninnar sem fara fram sumarið 2021.

Sjá einnig:
Sjáðu alla riðla Þjóðadeildarinnar


Athugasemdir
banner