Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. mars 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Schalke mætir Bayern í bikarnum
Mynd: Getty Images
Tveir fyrstu leikirnir í 8-liða úrslitum þýska bikarsins fara fram í kvöld. Fyrst á Saarbrücken leik við Fortuna Düsseldorf og þar á eftir kemur stórleikur á milli Schalke og FC Bayern.

Saarbrücken leikur í þýsku D-deildinni og hefur reynst spútnik lið bikarsins. Liðið sló Köln út í 32-liða úrslitum og hafði svo betur gegn Karlsruher í síðustu umferð.

Düsseldorf leikur í efstu deild og því verður þetta erfið þraut fyrir Saarbrücken, sem getur þó komist í sögubækurnar með sigri.

Schalke og FC Bayern ættu allir knattspyrnuáhugamenn að þekkja. Ljóst er að þetta verður hörkuslagur en bæði lið eru að gera fína hluti í efstu deild.

Bayern trónir á toppi deildarinnar á meðan Schalke er í harðri baráttu um Evrópusæti.

Bayern hefur þó unnið síðustu sjö innbyrðisviðureignir gegn Schalke. Schalke hefur ekki unnið í síðustu tuttugu tilraunum gegn Bayern. Síðasti sigur þeirra bláklæddu kom fyrir níu árum, í upphafi mars 2011.

Leikir kvöldsins:
17:30 Saarbrücken - Düsseldorf
19:30 Schalke - Bayern
Athugasemdir
banner
banner