Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 03. mars 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
UEFA ætlar ekki að fresta leikjum
Mynd: Getty Images
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, fundaði um kóróna veiruna um helgina.

Þar komust stjórnarmenn sambandsins að þeirri niðurstöðu að ekki eigi að fresta neinum Evrópuleikjum vegna veirunnar, heldur frekar að spila þá fyrir luktum dyrum eins og var gert í sigri Inter á búlgarska stórliðinu Ludogorets síðasta fimmtudag.

Stjórn Serie A hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að fresta leikjum frekar en að spila þá án áhorfenda. Útskýring Paolo Dal Pino, forseta Serie A, var á þann veg að þessi ákvörðun hafi verið tekin til að deildin biði ekki álitshnekki á erlendum sjónvarpsmörkuðum. Þá hefur einnig verið talað um að Dal Pino hafi verið undir mikilli pressu frá stuðningsmannahópum og fyrirtækjum sem vildu alls ekki hafa leikina spilaða fyrir luktum dyrum.

Næstu leikir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fara fram 10. og 11. mars. 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar fara fram 12. og 19. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner