Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. mars 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zhang um forseta Serie A: Mesti trúður sem ég hef séð
Mynd: Getty Images
Steven Zhang, forseti Inter, er allt annað en sáttur með viðbrögð Paolo Dal Pino, forseta Serie A, við kóróna veirunni.

Mörgum leikjum í Serie A hefur verið frestað vegna veirunnar. Ákvörðunin hefur verið harkalega gagnrýnd þar sem margir vildu sjá leikina fara fram fyrir luktum dyrum.

Zhang er meðal þeirra og var hann harðorður í gagnrýni sinni á Dal Pino í færslu sinni á Instagram.

„Þú leikur þér með dagatalið og setur heilsu almennings aldrei í fyrsta sæti. Þú ert líklega mesti trúður sem ég hef nokkurn tímann séð. 24 tímar? 48 tímar? 7 dagar? Hvað svo? Hvað er næsta skref?" spurði Zhang og átti við frestanir á leikjum deildarinnar.

„Af hverju hættum við ekki bara að vernda leikmenn eða þjálfara og biðjum þá um að spila fyrir þig 24 tíma á dag?

„Já ég er að tala við þig Paolo Dal Pino. Skammastu þín. Það er kominn tími til að standa upp og axla ábyrgð!"


Búið er að fresta tveimur leikjum inter vegna kóróna veirunnar. Heimaleik gegn Sampdoria og toppslag gegn Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner