Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 03. apríl 2017 09:25
Magnús Már Einarsson
Moyes hótaði að slá íþróttafréttakonu
Moyes er í basli.
Moyes er í basli.
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri Sunderland, hefur beðið íþróttafréttakonuna Vicki Sparks hjá BBC afsökunar á ummælum sem hann lét falla eftir viðtal á dögunum.

Sparks tók Moyes í viðtal eftir markalaust jafntefli gegn Burnley í síðasta mánuði. Hljóðbrot af atvikinu birtist á netinu í dögunum og hefur vakið mikla reiði á Englandi.

„Þetta var farið að verða svolítið ljótt undir lokin (á viðtalinu) svo passaðu upp á sjálfa þig. Þú gætir verið slegin utan undir þó að þú sért kona," sagði Moyes við Sparks eftir viðtalið.

BBC segir að Moyes hafi beðið Sparks afsökunar og að hún hafi tekið þeirri afsökunarbeiðni. Málinu sé því lokið.

Moyes er í miklu basli með Sunderland en liðið er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner