Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. maí 2020 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Berbatov: Latur? Nei, ég var gáfaður
Berbatov skoraði 48 mörk í 108 deildarleikjum hjá Man Utd.
Berbatov skoraði 48 mörk í 108 deildarleikjum hjá Man Utd.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn fyrrverandi Dimitar Berbatov var oft gagnrýndur fyrir að vera latur á tíma sínum í enska boltanum.

Hann segir þetta ekki hafa verið leti, heldur aðeins taktík til að veita varnarmönnum falskt öryggi. Berbatov var í ítarlegu útvarpsviðtali á BBC og ræddi meðal annars þennan stimpil sem hann hafði á sér að vera latur leikmaður.

„Latur? Nei, ég var gáfaður," sagði Berbatov í spjalli við fyrrum liðsfélaga sinn Jermaine Jenas.

„Fólk sér leikinn á mismunandi hátt. Stundum hélt fólk að ég væri ekki inni í leiknum, en þá var ég að fylgjast grannt með öllu sem var í gangi til að finna réttu stöðuna til að fara í á rétta andartakinu.

„Sumir skilja þetta ekki, en ef þú ert klár í hausnum þá geturðu verið sneggri en andstæðingurinn þó þú sért ekki líkamlega snöggur. Þú getur staðsett þig betur og verið nothæfur fyrir liðið. Þegar ég hef tíma og pláss þá sé ég fleiri möguleika og tek betri ákvarðanir.

„Ef ég ætti að flokka leikmenn Tottenham eftir hver hljóp mest þá væri Jermaine í fyrsta sæti, (Robbie) Keane í öðru og svo restin. Ég væri í síðasta sæti. Ég hljóp með hausnum, ekki fótunum, og þegar ég sá leikmann í betri stöðu þá gef ég boltann undantekningalaust. Ég var aldrei eigingjarn leikmaður, ég hef alltaf vitað að við vinnum og töpum saman sem liðsheild."


Berbatov skoraði 94 mörk í 229 úrvalsdeildarleikjum. Hann spilaði fyrir Manchester United og Fulham auk Tottenham.

Berbatov, 39, er að vinna í þjálfaragráðu og er ekki búinn að segja skilið við fótboltaheiminn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner