Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 03. maí 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Franska deildin þarf 162 milljónir frá ríkisstjórninni
Mynd: Getty Images
Franska deildasambandið, LFP, er í viðræðum við ríkisstjórnina þar í landi um að fá lán til að dekka tapaðar sjónvarpstekjur eftir að tímabilinu var aflýst.

Lánið hljóðar upp á 162 milljónir evra og er talið vera nauðsynlegt til að franska deildasambandið og aðildarfélög geti lifað efnahagsáhrif kórónuveirufaraldsins af.

Didier Quillot, framkvæmdastjóri LFP, staðfesti fregnirnar eftir fund stjórnar LFP síðasta fimmtudag.

Canal+ og beIN Sports voru með sýningarréttinn á franska boltanum. Milljónirnar 162 áttu að koma frá Canal+, sem gat ekki borgað upp sjónvarpssamninginn og mun því ekki sýna frá franska boltanum á næstu árum.

BeIN Sports á enn eftir að tilkynna áform sín, en þar eru aðrar 110 milljónir evra á borðinu. Ljóst er að stjórn deildasambandsins mun ekki leyfa beIN að halda sýningarréttinum ef fyrirtækið greiðir ekki upp samninginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner