Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 03. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Laporte: Get klárað tímabilið án vandræða
Laporte, 25, hefur spilað 72 leiki á tveimur og hálfu ári hjá Man CIty.
Laporte, 25, hefur spilað 72 leiki á tveimur og hálfu ári hjá Man CIty.
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Aymeric Laporte er búinn að ná sér af meiðslum og segist vilja ólmur snúa aftur á völlinn og sýna hvers hann er megnugur.

Laporte hefur misst af nánast öllu tímabilinu vegna meiðsla en er búinn að ná fullum bata og býst við að koma til baka sterkari en áður.

„Að lenda í þessum meiðslum var eitt af því erfiðasta sem ég hef upplifað á ferlinum. Ég er sterkur einstaklingur og mun koma til baka sterkari en áður," sagði Laporte, sem meiddist illa í 4-0 sigri gegn Brighton í september.

Laporte sneri aftur úr meiðslunum í janúar en fór haltrandi af velli gegn Real Madrid í lok febrúar og hefur ekki spilað síðan.

„Mér líður vel, ég get klárað tímabilið án vandræða. Þegar ég kom úr meiðslunum í vetur fann ég að ég var mjög einbeittur og í frábæru formi. Ég reyndi of mikið á mig alltof snemma og þess vegna meiddist ég aftur.

„Ég er ánægður með sjálfan mig, ég gæti verið í besta formi lífsins þegar boltinn byrjar að rúlla á ný."

Athugasemdir
banner
banner
banner