Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 03. maí 2020 22:46
Brynjar Ingi Erluson
Lloris: Það væri grimmilegt að taka titilinn af Liverpool
Mynd: Getty Images
Hugo Lloris, markvörður Tottenham á Englandi, vonast til þess að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni enda sé mest spennandi kafli tímabilsins framundan.

Ekkert hefur verið spilað í ensku úrvalsdeildinni og deildum um alla Evrópu vegna kórónaveirunnar en nú liggja fyrir plön um að klára deildina fyrir luktum dyrum.

Það hefur verið hávær umræða um að slaufa tímabilinu til að vernda heilsu leikmanna en það hefur verið gert í Hollandi og Frakklandi meðal annars. Paris Saint-Germain er meistari í Frakklandi en Lloris vill að tímabilið verði klárað á Englandi.

Liverpool er með 25 stiga forystu í deildinni þegar níu umferðir eru eftir og aðeins einum sigri frá því að tryggja titilinn sem yrði sá fyrsti í 30 ár.

„Við erum í stöðu þar sem allir vilja klára tímabilið og fá niðurstöðuna á vellinum. Það væri hræðilegt ef allt myndi enda þegar aðeins níu umferðir eru eftir af deildinni. Það væri þá grimmilegt fyrir Liverpool með þessa forystu. Liðið er næstum því búið að tryggja titilinn."

„Það myndu allir hugsa um þetta sem óklárað verkefni og þetta er mest spennandi partur deildarinnar, þar sem fallegustu augnablikin eru. Það vill enginn enda þetta svona,"
sagði hann í lokin við L'Equipe.
Athugasemdir
banner
banner
banner