Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. maí 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mike Tyson í viðræðum um að gerast aðalstyrktaraðili Everton
Mynd: Getty Images
Hnefaleikakappinn fyrrverandi Mike Tyson er búinn að setja á laggirnar fyrirtæki sem sérhæfir sig í CBD kannabisvörum sem eru eingöngu notaðar í lækningaskyni.

Fyrirtækið er staðsett í Sviss og vill auglýsa sig í gegnum knattspyrnuheiminn. Um síðustu helgi var greint frá vilja fyrirtækisins að kaupa nafnaréttinn á Nývangi en nú berast fregnir frá Englandi sem herma að fyrirtækið sé í viðræðum um að gerast aðalstyrktaraðili Everton.

Merki fyrirtækisins SwissX yrði þá framan á treyjum Everton á næstu leiktíð og væri það í fyrsta sinn sem fyrirtæki á sviði kannabisframleiðslu myndi styrkja enskt úrvalsdeildarfélag.

SportPesa hefur verið helsti styrktaraðili Everton frá 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner