Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. maí 2020 21:17
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho vildi fá Nedved til Inter
Pavel Nedved gat ekki hugsað sér að spila fyrir Inter
Pavel Nedved gat ekki hugsað sér að spila fyrir Inter
Mynd: Getty Images
Pavel Nedved, varaforseti Juventus á Ítalíu, segir að Jose Mourinho hafi reynt að lokka hann til Inter árið 2009.

Nedved var magnaður knattspyrnumaður en hann spilaði með Lazio frá 1996 til 2001 áður en Juventus keypti hann. Þar lék hann í átta ár áður en hann lagði skóna á hilluna og fór að vinna fyrir félagið.

Árið 2009 var Mourinho að klára sitt fyrsta tímabil sem þjálfari Inter en hann ræddi við Nedved og vildi fá hann til félagsins. Mikill fjandskapur er á milli Juventus og Inter og gat því Nedved ómögulega samþykkt þetta tilboð.

„Ég hefði fylgt honum í hvaða félag sem er utan Inter. Jose vissi að ég hafði mikinn áhuga á að spila í Meistaradeildinni því ég hafði aldrei unnið hana. Ég bara gat ekki gert það með Inter," sagði Nedved.

Mourinho hafði lofað honum því að þeir myndu vinna Meistaradeildina saman en Inter vann einmitt keppnina svo eftirminnilega árið 2010.
Athugasemdir
banner
banner