Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 03. maí 2020 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Origi: Ég er betri en ég var á síðasta ári
Divock Origi var magnaður á síðasta ári en vill gera enn betur
Divock Origi var magnaður á síðasta ári en vill gera enn betur
Mynd: Getty Images
Belgíski framherjinn Divock Origi var hetja Liverpool og úrslitavaldur í mörgum leikjum liðsins á síðustu leiktíð en hann segist vera betri leikmaður í dag en hann var þá.

Origi samdi við Liverpool árið 2014 eftir að hafa spilað frábærlega fyrir Lille í frönsku deildinni. Í samkomulagi var að Origi yrði lánaður aftur til Lille og gekk hann því ekki formlega til liðs við Liverpool fyrr en sumarið 2015.

Hann lofaði góðu fyrstu árin en þrálát meiðsli settu strik í reikninginn. Það var svo á síðustu leiktíð þar sem hann blómstraði og átti stóran þátt í að skila Liverpool sjötta Meistaradeildartitlinum.

„Ég er betri leikmaður en ég var á síðasta ári. Klopp hefur gefið mér svigrúm til að þróa leik minn. Ég hef alltaf farið eftir mínu innsæi og lagt hart að mér. Ég hef rætt við Liverpool og eigum góða leið framundan. Ég vil bara bæta mig hér," sagði Origi við Het Laatste Niuews í Belgíu.

„Þetta er verkefnið mitt og ég vil fylgja því. Ég veit ekki hversu lengi ég mun gera það en mér finnst ég vera að bæta mig og því var það leiðinlegt að tímabilið var stöðvað vegna kórónaveirunnar," sagði Origi ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner