Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 03. maí 2020 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pedro með mörg tilboð á borðinu
Mynd: Getty Images
Spænski kantmaðurinn Pedro verður samningslaus í sumar og gæti verið á leið burt frá Chelsea eftir fimm ára dvöl hjá félaginu.

Mörg félög víða um heim hafa sýnt Pedro áhuga og segist hann ekki vita hvað næsta skref verður. AS Roma og New York City eru meðal áhugasamra félaga.

„Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif. Ég er enn að bíða eftir að funda með Chelsea," sagði Pedro í útvarpsviðtali á El Larguero.

„Samningurinn er að renna út en við erum ekki búnir að setjast niður með félaginu til að ræða endurnýjun. Ég er að bíða eftir að funda með félaginu en er opinn fyrir öðrum tilboðum.

„Ég veit ekki hvað næsta skref verður. Ég hef fengið mikið af tilboðum en er bara einbeittur að því að klára þetta tímabil. Þegar því er lokið mun ég skoða möguleikana."


Pedro, sem verður 33 ára í júlí, hefur skorað 43 mörk í 201 leik frá komu sinni til Chelsea. Þar áður skoraði hann 99 mörk í 321 leik fyrir Barcelona. Hann á 65 leiki að baki fyrir Spán en spilaði síðast fyrir landsliðið 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner