Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 03. maí 2020 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Totti vill gerast umboðsmaður Tonali
Sandro Tonali
Sandro Tonali
Mynd: Getty Images
Francesco Totti, fyrrum leikmaður Roma og ítalska landsliðsins, hefur mikinn á því að gerast umboðsmaður Sandro Tonali sem spilar fyrir Brescia.

Totti lagði skóna á hilluna árið 2017 eftir að hafa spilað með Roma allan sinn feril en hann stofnaði umboðsmannaskrifstofu í febrúar á þessu ári.

Hann hefur mikinn áhuga á því að fá Tonali til sín en hann hefur mikla trú á þessum unga miðjumanni sem hefur verið mikilvægur leikmaður Brescia.

„Ég er núna búinn að vera mikið því að njósna um leikmenn og ég get sagt að það eru margir góðir leikmenn á Ítalíu. Tonali er hæfileikaríkastur af þeim öllum," sagði Totti á Instagram.

„Ég mun gera allt til þess að fá hann til mín. Ef hann er klár og vill ekki staðna þá mun hann koma. Það fer allt eftir markaðnum og hvenær við getum byrjað að spila fótbolta aftur."

„Hann mun verða einn besti miðjumaður heims eins og Gerrard, De Rossi og Lampard,"
sagði hann svo við Paolo Bonolis í viðtali á Instagram.
Athugasemdir
banner
banner
banner