Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 03. maí 2021 16:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta er svona innrásin í þinghúsið í Washington íþróttaheimsins"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Rætt var um lætin sem urðu í gær á og við Old Trafford, heimavöll Manchester United, í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn í dag.

Þeir Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV, og Hlynur Valsson, lýsandi hjá Símanum, voru gestir þáttarins. Hlusta má á þáttinn hér neðst í fréttinni.

Stuðningsmenn Manchester United mótmæltu eigendum félagsins og náðu að komast inn á leikvanginn og héldu mótmælunum áfram þar. Þetta varð til þess að leik Manchester United og Liverpool var frestað og óvíst hvenær hann verður spilaður.

Lestu meira um málið:
Leikur Man Utd og Liverpool fer ekki fram í dag

„Það var hamagangur í öskjunni, ég var að lýsa leiknum á undan og ég fékk þau skilaboð þegar ég ætlaði að minna á næsta leik að það væri enginn leikur," sagði Hlynur.

„Þetta er svona innrásin í þinghúsið í Washington íþróttaheimsins. Einn heilagasti staður knattspyrnunnar, Leikhús Draumanna, og enginn smá leikur sem átti að fara fram. Þetta var eitthvað sem maður bjóst ekki við að sjá einhvern tímann gerast og af þesum ástæðum," sagði Haukur.

„Ég hélt að þetta væri búið eftir mótmælin sem voru um daginn út af Súperdeildar kjaftæðinu. Ég held að það væri búið að fjara undan þessu en svo allt í einu blossar þetta upp eftir þennan stórleik. Auðvitað skilur maður pirringinn í stuðningsmönnum en hvað ætla þeir að gera? Svona er staðan og ég held að það sé ekki að fara breytast hjá United í dag," sagði Hlynur.

„Það er held ég engin leið fyrir okkur að skilja þetta beint, við erum ekki hluti af þessum kúltúr sem er í gangi þarna (hjá stuðningsmönnum). Það er oft talað um að það sé korn sem fylli mæla og þarn er eins og að Ofurdeildin hafi verið glas sem hafi verið hellt ofan á mælinn sem þegar var fullur og hann horfið. Stuðningsmenn United hafa hatað Glazer fjölskylduna frá því þeir keyptu félagið með mjög svo skuldsettri yfirtöku. Manchester United hafði aldrei skuldað neitt áður," sagði Haukur.

Áfram var rætt um málið og hvort að mótmælin munu breyta einhverju.

„Það eina sem gæti hafa gerst er að eigendurnir hafi orðið smá hræddir við að sjá hversu langt stuðningsmenn eru tilbúnir að fara. Það gæti orðið til þess að þeir vilji selja félagið," sagði Haukur.

Enski boltinn er í boði Domino's.
Enski boltinn - Allt tryllt á Old Trafford
Athugasemdir
banner
banner
banner